- Advertisement -

Tiltekt í Valhöll

Ekki þarf að efast hvaða fólk er talið bera ábyrgð á slöku gengi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Það eru núverandi borgarfulltrúar. Forysta flokksins sjálfs er greinilega ekki dregin til ábyrgðar eða þingmenn flokksins í höfuðborginni.

Nei, ákveðið hefur veri að gera allsherjar hreingerningu með að henda núverandi borgarfulltrúum út af listanum, út úr Valhöll. Raðað er á lista Eyþórs Arnalds eftir hans óskum.

Engin feimni er í gangi. Yfirlýst er að meðal væntanlegra frambjóðenda gildi aðeins ein stefna, Moggastefna þeirra Davíðs og Eyþórs. Ekkert flókið við það. Bara ein stefna.

Sjálfstæðisfólk hefur ákveðið sig og framselt allt vald til Eyþórs Arnalds. Á honum hvílir ábyrgðin. Takist Eyþóri ekki að verða borgarstjóri, eða komast í meirihluta hið minnsta, verður aðkoma hans hin mesta sneypuför.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þó illa hafi gengið hjá flokknum í borginni í langan tíma kann að vera að ástæða þess sé flóknari en Eyþór og hans fólk vill vera láta. Flokkurinn er síminnkandi. Formaður flokksins hefur skipað sér á sérstakan bás í íslenskri stjórnmálasögu, sem eflaust hjálpar ekki til, en skemmir örugglega. Allt þetta telur.

Fallhlífastökkið er framundan. Eftir að Eyþór stekkur er það hans að tryggja lendinguna. Til að hún heppnist sem best þarf borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins örugglega að ná að horfa til framtíðar.

Davíð er eflaust ágætur ráðgjafi en ekki mjög víðsýnn

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: