Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, voru kynntar í aðalsafni Borgarbókasafns í Grófarhúsi í gær, fimmtudaginn 4. desember. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum; flokki fagurbókmennta, flokki fræðibóka og flokki barna- og unglingabókmennta. Tilgangur Fjöruverðlaunanna er að stuðla að aukinni kynningu á ritverkum kvenna og hvetja konur í rithöfundastétt til dáða.
Eftirtaldar bækur eru tilnefndar til verðlaunanna í ár:
Barna- og unglingabókmenntir: Á puttanum með pabba eftir Kolbrúnu Önnu Björnsdóttur og Völu Þórsdóttur. Útgefandi K:at
>Hafnfirðingabrandarinn eftir Bryndísi Björgvinsdóttur. Útgefandi Forlagið (Vaka-Helgafell)
Vinur minn vindurinn eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Útgefandi Töfraland
Fagurbókmenntir: Englaryk eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Útgefandi Forlagið (JPV útgáfa)
Lóaboratoríum eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur. Útgefandi Forlagið (Ókeibækur)
Ástin ein taugahrúga. Enginn dans við Ufsaklett eftir Elísabetu Jökulsdóttur. Útgefandi höfundur Fræðibækur og rit almenns eðlis:
Saga þeirra, sagan mín eftir Helgu Guðrúnu Johnson. Útgefandi Forlagið (JPV útgáfa)
Kjaftað um kynlíf eftir Sigríði Dögg Arnardóttur. Útgefandi IÐNÚ
Ofbeldi á heimili – Með augum barna. Ritstjóri Guðrún Kristinsdóttir. Útgefandi Háskólaútgáfan Sjá nánar á vef Bókmenntaborgar.