- Advertisement -

Tillögur um að banna 4.000 efni sem notuð eru í húðflúri

Neytendur „Húðflúri (tattú) hefur undanfarin ár notið mikilla vinsælda og talið að um 12% neytenda á EES svæðinu hafi fengið sér húðflúr og væntanlega um helmingi fleiri á aldrinum 18- 35 ára,“ segir á síðu Neytendastofu.

Þar segir að um litarefnin gildi ekki samræmdar reglur og af þeirri ástæðu óskaði framkvæmdastjórn ESB eftir því að Evrópska efnafræðistofnunin (ECHA) myndi gera úttekt á þeirri áhættu sem fylgir notkun litarefna. „Auk þess að koma með tillögur um þau efni sem nauðsynlegt er að verði bönnuð í húðflúrlitum þannig að þeir séu öryggir fyrir líf og heilsu neytenda. Skýrslu hefur verið skilað og þar er að finna tillögur um að banna um 4000 efni til notkunar í húðflúrlitum. Í mörgum tilvikum er um að ræða efni sem nú þegar eru bönnuð í snyrtivörum og geta verið krabbameinsvaldandi eða valdið alvarlegri ertingu á húð.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: