Eins og Miðjan gat um í gær lagði Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, fram tillögu á borgarstjórnarfundi, í gær.
Tillögunni var vísað til borgarstjóra sem mun leggja tillöguna fram til umræðu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Er Sanna sátt við þá ákvörðun borgarstjórnar? „Já, mér finnst það fín lending. Það er eðlilegt að málið verði rætt hjá sveitarfélögunum áður en það fer lengra,“ sagði Sanna í samtali við Miðjuna.