Fréttir

Tillaga Sönnu skotin á kaf

By Miðjan

November 29, 2018

Allir borgarfulltrúar, að Kolbrúnu Baldursdóttur undanskilinni, höfnuðu tillögu Sönnu Magdalenu, um stofnun byggingafélags Reykjavíkur.

Tillagan er svona: „Borgarstjórn samþykkir að fela viðeigandi sviðum innan borgarinnar að hefja undirbúning að stofnun byggingafélags Reykjavíkurborgar, sem hefur það að markmiði að byggja íbúðir fyrir þá einstaklinga og fjölskyldur sem eru í mestum húsnæðisvanda. Markmið byggingafélagsins verði að sjá um allt ferlið frá upphafi til enda og er umhverfis- og skipulagssviði ásamt skrifstofu eigna og atvinnuþróunar falið að skoða hvernig megi útfæra slíkt, í samvinnu við velferðarsvið og fjármálaskrifstofu borgarinnar. Þar þarf að skoða innflutning byggingarefnis og möguleg magninnkaup sem standa þar til boða og útfæra hugmyndir um ráðningu byggingaraðila í verkið. Hlutverk byggingafélagsins verði að sjá um uppbyggingu íbúðanna á borgarlandi og leigja út íbúðirnar í óhagnaðardrifnum rekstri.“