Stjórnmál

Tillaga Lilju hefur ekki náð til ríkisstjórnarinnar

By Miðjan

February 21, 2022

Katrín Jakobsdóttir sagði þegar hún var spurð hvað henni finnist um tillögu Lilju Alfreðsdóttur bankamálaráðherra um að bankarnir skili hluta þeirra áttatíu milljarða hagnaði síðasta árs til þess fólks sem verst stendur.

Logi Einarsson spurði: „Hver er afstaða flokks forsætisráðherra til þessara tillagna viðskiptaráðherra?“

„Til að ég svari fyrirspurn til ráðherra um tillögur viðskiptaráðherra þá hafa þær ekki verið ræddar í ríkisstjórn,“ sagði Katrín. „Ég vil hins vegar segja það almennt um mína afstöðu að mér finnst það vera okkar hlutverk að koma til móts við þau sem standa höllustum fæti og þar vil ég sérstaklega horfa á þau sem eru á leigumarkaði sem almennt er tekjulægsta fólkið. Verðbólgan fer jafnvel að hafa raunveruleg áhrif á möguleika þess fólks á að ná endum saman,“ sagði Katrín forsætisráðherra.