Fréttir

Tillaga Kolbrúnar var samþykkt

By Miðjan

November 06, 2018

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, fagnar að tillaga hennar frá 16. ágúst hefur verið samþykkt.

Tillagan er þessi: „Lagt er til að skrifstofa borgarstjórnar haldi yfirlit yfir mál eftir því hverjir eru málshefjendur þeirra til að auka gagnsæi og rakningu mála. Um er að ræða yfirlit yfir tillögur, fyrirspurnir og önnur mál sem borgarfulltrúar leggja fram í borgarráði, borgarstjórn eða á nefndarfundum. Í yfirlitinu skal tiltekið á hvaða stigi málið er eða hvernig afgreiðslu það hefur fengið. Yfirlitið skal uppfært mánaðarlega og birt á heimasíðum borgarfulltrúa á ytri vef borgarinnar.“

Sem fyrr segir gleðst Kolbrún yfir þessu. Hún segir að gagnsæi og reikjanleiki mála sé að frumkvæði Flokks fólksins.