Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra, var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, og svaraði þar aðspurð að tillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, um að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið, verði ekki afgreidd frá Alþingi án þess að sátt náist milli ríkisstjórnarinnar og almennings.
Tillagan er nú hjá utanríkismálanefnd þingsins og verður þar þar til finnst form sem allir eru sáttir með, það er hvernig verður unnt að spyrja þjóðina.