- Advertisement -

Tilheyri litlum grenjandi minnihluta landsmanna

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna lögðu fram svohljóðandi bókun á síðasta fundi borgarráðs:

„Eins og fram kemur í umsögn borgarinnar þá er stutt við meginmarkmið frumvarpsins um stofnun Hálendisþjóðgarðs. Hins vegar má benda á það að langflest ferðaþjónustufyrirtæki eru staðsett í Reykjavík rétt eins og útivistar- og náttúruverndarsamtök og önnur mikilvæg samtök sem nota hálendið og væri það mikill fengur að fá fulltrúa Reykjavíkurborgar um borð við stjórnun þjóðgarðsins.“

Vigdís Hauksdóttir brást við:

„Þetta er nú aldeilis merkileg bókun. Allir flokkarnir í meirihlutanum leggja hana fram. Mjög mikil andstaða er við málið í samfélaginu. Að stofna til Hálendisþjóðgarðs á öllu hálendinu er eignaupptaka og útópía sem aldrei verður að veruleika. Já borgarfulltrúi Miðflokksins tilheyrir litlum grenjandi minnihluta landsmanna.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: