Tilgangslausir vígslubiskupar
„Þau eru algjörlega tilgangslaus og hlutverk vígslubiskupa er síðari tíma réttlæting á tilviljunarkenndri tilvist þeirra. Að auki eru þau kostnaðarsöm,“ sagði séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson á kirkjuþingi.
Hann sagði að kirkjan hafi aldrei beðið um þá tilhögun sem nú sé á þessum embættum.
Með nýjum lögum um þjóðkirkjuna sem Alþingi samþykkti í sumar sem leið og brottfalli eldri laga frá 1997 féllu niður ákvæði um vígslubiskupa og stöðu þeirra í skipulagi kirkjunnar. Núgildandi starfsreglur um vígslubiskupa sem settar voru með heimild í þeim lögum munu því falla úr gildi í lok þessa árs. Við samþykkt nýju laganna var gengið út frá því að kirkjuþing setti nýjar starfsreglur um allt það sem félli brott þegar eldri lögin gengu úr gildi og er það ástæðan fyrir því að málið er nú til umfjöllunar.
Byggt á frétt í Mogganum.