- Advertisement -

Tilfinningaleg markmið ráði ekki

- fiskveiðistjórnunarkerfið hefur reynst happadrjúgt, segir Jón Gunnarsson ráðherra á Alþingi. Sjávarútvegur borga meira en aðrir í sameiginlega sjóði.

„Það þarf enginn að efast um að sú stefna sem hér hefur verið rekin í fiskveiðistjórnarmálum hefur reynst þjóðinni happadrjúg,“ sagði Jón Gunnarsson ráðherra, meðal annars í ræðu sinni á Alþingi í gærkvöld.

„Allt frá því einkaframtakið var leyst úr læðingi fyrir áratugum hefur þróunin verið í rétta átt. Með tækniframförum bæði til lands og sjávar hefur verðmætasköpun stórvaxið og er nú með því besta sem þekkist á alþjóðavettvangi. Við höfum um árabil deilt um það hvernig haga skuli gjaldtöku af þessari atvinnugrein umfram aðrar. En sjávarútvegurinn greiðir nú þegar hæstu gjöldin sem nokkur atvinnugrein greiðir í opinbera sjóði. Nú á að fara af stað með tilraun til að leita sátta um það hve mikið greininni er ætlað að greiða til samneyslunnar.“

Að lokum, í þessum hluta ræðunnar, talaði hann um að við eigum að forðast að leika okkur með fjöreggið. „Við skulum öll leggjast á eitt um það að ná þeirri sátt, það á ekki síst við greinina sjálfa, en á sama tíma á að forðast að leika okkur með eitt helsta fjöregg okkar til þess að þjóna óljósum tilfinningalegum markmiðum,“ sagði Jón Gunnarsson.

-sme

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: