- Advertisement -

Til þess er sóttkví

Gunnar Smári skrifar:

Á morgun lenda fimm flugvélar í Keflavík; frá London, Amsterdam, Frankfurt, Alicante og Varsjá. Það átti að koma flug frá Stokkhólmi, en það hefur verið fellt niður. Ef við yfirfærum dauðsföll gærdagsins í þessum löndum yfir á Ísland þá jafngildir staðan í Bretlandi því að einn hafi dáið síðustu vikuna á Íslandi, í Þýskalandi og Hollandi eins og fjórir hafi dáið, fimm miðað við ástandið á Spáni og 26 miðað við stöðuna í Póllandi. Sóttkví er notuð þegar mikill munur er á ástandinu í landinu sem fólk kemur frá og þess lands sem það kemur til, ef ástandið í komulandinu er mun betra. Ef ástandið er jafn slæmt báðum megin skiptir sóttkví í raun litlu sem engu máli, hún er notuð til að verja gott ástand á einum stað.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: