Gunnar Smári skrifar:
Sem góður borgari settist ég niður til að hlýða á boðskap forsætisráðherra í Kastljósi á þessum áhugaverðu tímum, þegar samstaða landsmanna með sóttvarnaraðgerðum er að bresta vegna fúsks stjórnvalda. En ég er engu nær. Gæti ekki fyrir mitt litla líf rifjað upp eina setningu sem ráðherrann sagði. Nema auðvitað hvað hún er ánægð með störf eigin ríkisstjórnar. Til hvers var þessi þáttur?