Til hvers kjósum vi?
Jón Örn Marinósson skrifaði:
„Já, líkast til þarf BA-próf í guðfræði til að koma auga á traustið og gagnsæið sem íslenskir stjórnmálamenn hamra á í sífellu að séu grunnstoðir lýðræðislegs samfélags.“
Ekki er nema von að ég spyrji sjálfan mig til hvers sé verið að efna til þingkosninga á Íslandi. Kjósendur hafa ekki hugmynd um hvaða ríkisstjórn og hvaða stjórnarstefnu þeir eru að kjósa yfir sig. Alþingiskosningar á Íslandi eru eiginlega ekkert annað og meira en eins konar „gallúppkönnun“ um fylgi stjórnmálaflokka. Og í ofanálag er ekki einu sinni hægt að treysta á þessa „gallúppkönnun“ því að menn eru jafnvel ekki sammála um hvort eigi að eltast við einhver „smáatriði“ í lögum um framkvæmd þessarar „könnunar“. Steininn tekur svo úr þegar einstaklingur, sem kjósendur tiltekins stjórnmálaflokks hafa kjörið á þing, skiptir um stjórnmálaflokk áður en nýkjörið þing hefur komið saman og kjörbréfanefnd prófað kjörbréf og kosningu þessa einstaklings. Já, líkast til þarf BA-próf í guðfræði til að koma auga á traustið og gagnsæið sem íslenskir stjórnmálamenn hamra á í sífellu að séu grunnstoðir lýðræðislegs samfélags.