Gunnar Smári skrifar:
VG setur lög gegn löglegum verkfallsaðgerðum launafólks, sem formaður Sjálfstæðisflokksins neitar að semja við. Til hvers er VG í þessari ríkisstjórn? Er ekki snyrtilegra að láta auðvaldið eitt um svona aðgerðir? Var fólk að kjósa VG svo ríkið myndi ekki semja við starfsfólk sitt og setti lög á þau sem sættu sig ekki við það?
Viðbót: VG á tilboðsverði á svörtum föstudegi.
Svartur föstudagur í sögu VG, sem á rætur sínar í verkalýðsbaráttu síðustu aldar. Ráðherrar flokksins samþykkja lög á fullkomlega löglegar verkfallsaðgerðir, neyðaraðgerð launafólks sem samninganefnd fjármálaráðuneytis Bjarna Benediktssonar hefur hunsað mánuðum saman.Núverandi forysta VG mylur niður allar stoðir þessa flokks; umhverfismál, samstöðu með verkalýðnum, friðarstefnu, femínisma og samstöðu með hinum verst settu og þeim sem hafa minnstan rétt í samfélaginu. Fyrir hvað?