Gunnar Smári skrifar:
Á ríkið að hjálpa hluthöfunum, gefa þeim fé, svo þeir geti haldið áfram hernaði sínum gagnvart starfsfólkinu? Eða styrki þá sem lögðu félaginu til áhættulánsfé? Er ekki nær að hluthafarnir verið látnir róta og ríkið byggi upp nýtt félag með starfsfólkinu.Persónulega er ég búinn að fá nóg af blönkum kapítalistum sem vilja fé úr almannasjóðum í fréttum. Til hvers er verið að ræða við þessa karla? Hver er staða þeirra í samfélaginu? Er þetta eitthvað sem við erfðum úr sögunni og verðum að halda uppi? Púkinn á fjósbitanum sem heimtar alltaf sitt.