Viðar Eggertsson skrifar:
Í dag er fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lagt fram. Í dag er víst jafnframt dagur aldraðra.
Fram kemur í fjármálafrumvarpinu að eftirlaun frá Tryggingastofnun eigi að hækka um heil 3,6%
Þá fara þessi eftirlaun úr 256.789 kr. á mánuði fyrir skatt upp í heilar 266.033 kr. fyrir skatt!
Um áramót hækka lægstu laun á vinnumarkaði úr 335.000 á mánuði upp í 351.000 og eru þá þó enn undir framfærsluviðmiðum.
Til hamingju með dag aldraðra… og fjárlagafrumvarpið.