Gunnar Smári skrifar: Ágæti kjósandi VG. Í næstu kosningum getur þú látið atkvæði þitt hafa meiri áhrif og betri á íslenskt samfélag en nokkru sinni fyrr. Ef þú og aðrir kjósendur VG takið höndum saman og kjósið allt annað en þennan flokk og verðið þar með til þess að hann þurrkast út af þingi, sýnið þið forystu annarra flokka, sem þykjast vinna fyrir almenning, hversu dýrkeypt það er að svíkja kjósendur sína og ganga til liðs við auðvaldið og senditíkur þess. Með því að kjósa ekki VG getið þið mögulega haft varanleg og góð áhrif á íslensk stjórnvöld. Með því að kjósa VG í næstu kosningum samþykkið þið að forysta stjórnmálaflokks getur verið með atkvæði ykkar nákvæmlega eins og henni dettur í hug og hafið með því einkar skaðleg áhrif á stjórnmálin og samfélagið.Annað var það ekki, bless í bili #aldreiafturVG