Mynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.

Fréttir

Til að fara með fólk um hálendið um miðjan vetur er nóg að kaupa græjur

By Ritstjórn

January 09, 2020

Víðir frá Jötunfelli,, skipstjóri á Húna ll, skrifar:

Fyrir það fyrsta nokkurra ára skólaganga og um borð þarf að vera fólk sem er sérhæft í stjórn og siglingu skipa, einnig fólk sem er sérhæft í vél og tæknibúnaði og allir aðrir í áhöfn þurfa að sækja reglulega námskeið hjá slysavarnaskóla sjómanna.

Þetta er alveg hreint magnað. Svo erum við sem leyfum okkur annað slagið að sigla með farþega frá bryggju, með allt kerfið á bakinu. Fyrir það fyrsta nokkurra ára skólaganga og um borð þarf að vera fólk sem er sérhæft í stjórn og siglingu skipa, einnig fólk sem er sérhæft í vél og tæknibúnaði og allir aðrir í áhöfn þurfa að sækja reglulega námskeið hjá slysavarnaskóla sjómanna. Fyrir utan þetta er svo krafa um símenntun s.s. námskeið í eldvörnum, almennum slysavörnum, aðhlynningu sjúkra og slasaðra, hóp og neyðarstjórnun, áfallahjálp, mannauðsstjórnun, meðferð lyfja og annarra sjúkragagna og er þá ótaldar allar kröfur sem gerðar eru til okkar varðandi þann búnað sem hafa þarf meðferðis en sú talning rúmast ekki hér en allt frá meðhöndlun ofkælingar til morðárásar. Þar fyrir utan þurfum við að sanna með læknisvottorði (reglulega) að við séum yfirleitt hæf til að sinna þessum störfum.Hins vegar ef ég ætla að ferðast með farþega um íslenskt hálendi um hávetur virðist vera nóg að kaupa græjur og byrja. Ekki einu sinni krafa um veðurfræði 101Er nema von, ég bara spyr?