- Advertisement -

Þvinga lyf í hælisleitendur

Alþingi „Komið hafa upp tilvik þar sem einstaklingur hefur við handtöku, sem undanfari flutnings úr landi í fylgd, farið í slíkt ástand að nauðsynlegt hefur verið að gefa honum róandi lyf í þeim tilgangi að tryggja öryggi hans, sem og annarra,“ segir í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar Pírata.

„Slík þvinguð lyfjagjöf er einungis og ávallt ákveðin af heilbrigðisstarfsfólki, ekki að beiðni stoðdeildar ríkislögreglustjóra. Lyfjagjöfin sjálf er einnig ávallt framkvæmd af heilbrigðisstarfsmanni. Í slíkum aðstæðum er framkvæmd brottvísunar eða frávísunar frestað þar til ástand viðkomandi er metið þannig af lækni að óhætt sé að flytja viðkomandi og því er lyfjagjöfin sem slík ekki framkvæmd í beinum tengslum við brottvísun.“

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: