- Advertisement -

Þvílíkur skíthæll

Nýfrjálshyggjunni sem er að brjóta niður öll samfélög.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Þvílíkur skíthæll þessi breski auðkýfingur, Ratcliffe. Hann hefur notað völd sín til að níðast á verkafólki, brjóta niður baráttutæki hinna vinnandi stétta og þrýsta á um lægri skatta á auðvaldið. Þessi ógeðslegi maður á nú 1% Íslands. Ég spyr, var ekki gerð nein rannsókn á manninum áður en honum var afhent 1% prósent Íslands og mjög verðmæta náttúru. Ekki veit ég hvað hann borgaði fyrir allt þetta dýrmæta land með vötnum, ám og öðrum náttúruauðlindum. Miðað við fákunnáttu, eftirlitsleysi og hirðuleysi á Íslandi þá hefur hann örugglega fengið það á spottprís. Jeremy Corbyn bendir á að þessi ömurlegi maður hafi hagnast á mengun og ætlar Corbyn að ráðast gegn svona mönnum og auðkýfingum sem hagnast á spilltu kerfi. Nýfjálshyggunni sem er brjóta niður öll samfélög.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: