- Advertisement -

Því vissi Dagur ekkert?

- borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallavina spyrja margs vegna bilunarinnar í dælustöðinni við Faxaskjól. Meðal annars um óvitneskju borgarstjóra.

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi.

Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallavina hafa lagt fram nokkrar spurningar vegna bilunarinnar í skólphreinsistöðinni við Faxaskjól.

Fyrst er spurt af hverju engin voru sýni tekin á tímabilinu 20. júní til 5. júlí meðan skólp rann út í sjóinn vegna bilunar í neyðarlúgu.

Þá er spurt af hverju var ekkert tilkynnt um bilunina; „…var það vegna þess að þetta var ekki vaktað og engin sýni tekin á tímabilinu 20. júní til 5. júlí eða var ástæðan önnur og þá hver?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ekki ryðfríar legur

Næst er spurt; „Af hverju er nú fyrst eins og fram kemur í minnisblaðinu að Veitur átta sig á því að legurnar sem settar voru í fyrir 3 árum voru ekki ryðfríar og voru ónýtar og tærðar í burtu? Hvernig var eftirliti og viðhaldi háttað? Hafa orðið breytingar á eftirliti og viðhaldi á síðustu 10 árum?“

Þá er spurt um borgarstjórann, Dag B. Eggertsson. „Komið hefur fram að borgarstjóri vissi ekkert um bilunina og heyrði af henni í fjölmiðlum 5. júlí sl. Af hverju vissi borgarstjóri sem æðsti embættismaður borgarinnar ekki um bilunina?“

Landspítalinn.

Hvað með nýja Landspítalann?

Í fimmta lagi er spurt hvort lög um upplýsingarétt um umhverfismál hafi verið brotin og upplýsingastefna borgarinnar þar með?

Næsta spurning er þessi: „Hvernig er samvinnu borgarinnar og sóttvarnarlæknis háttað og er ekki ástæða til að bæta þau samskipti og upplýsingagjöf af hálfu borgarinnar?“

Og að lokum er spurt um framtíðina: „Hvernig verður skólpfrárennsli og sótthreinsun á vatnsúrgangi háttað frá nýjum Landspítala við Hringbraut og hafa farið fram viðræður við sóttvarnarlækni um það?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: