- Advertisement -

Því þarf að mismuna fólki svona?

Af hverju fengu þingmenn á svo til einni nóttu 600.000 kr. hækkun yfir ákveðið tímabil, en öryrkjar 60.000?

Svör ráðherrans voru sérlega rýr.

Guðmundur Ingi Kristinsson gefst ekki upp á að leggja velorðaðar spurningar fyrir ráðherrana.

„Þið eruð í ríkisstjórn. Þið getið breytt þessu, þið getið farið eftir launaþróun. Af hverju var ekki farið eftir launaþróun? Af hverju fá öryrkjar ekki kjaragliðnun leiðrétta? Af hverju fengu þingmenn á svo til einni nóttu 600.000 kr. hækkun yfir ákveðið tímabil, en öryrkjar 60.000? Er þetta sanngjarnt? Hvernig í ósköpunum ætlið þið að réttlæta það, og ég vil fá svar við því, að öryrkjar og ellilífeyrisþegar eigi að lifa á 70–80.000 kr. minna á mánuði en lægstu laun eru? Hvers vegna? Hvað er það í fari þeirra sem gerir það að verkum að þeir eigi að lifa af þessu? Ég vil fá svar við því: Af hverju í ósköpunum þarf að mismuna fólki svona?“

Það var Ásmundur Einar Daðason sem varð að svara. Svar ráðherrans var þokukennt í meira lagi:

„Margar af þeim aðgerðum sem við erum að vinna munu nýtast þessum hóp sérstaklega og við erum þegar farin að sjá ávinning af því. Ég bendi t.d. á að byggðar verða 600 almennar íbúðir á næsta ári sem m.a. félag örorkulífeyrisþega getur sótt í.“

Þetta er ekki svar við spurningunni um hvers vegna öryrkjar og eldra fólk eigi að lifa á launum sem eru 70 til 80 þúsundum undir lágmarkslaunum. Svar ráðherrans er dónalegt.

„Við höfum lagt áherslu á að ná í gegn breytingum sem miða að því að breyta endurhæfingarkerfinu vegna þess að við þurfum í sameiningu að ná utan um það að draga úr nýgengi örorku. Það er verkefni sem skiptir máli. Þegar við skoðum hækkanir sem sannarlega þarf fyrir þann hóp verðum við að skoða þær í því samhengi hver fjölgunin verður á næstu árum og áratugum.“

Hér er best að hætta. Nóg komið að ráðherrabulli, að sinni.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: