Það er a.m.k. alveg ljóst, að Landhelgisgæslan hefur úr nægum fjármunum að moða fyrst hægt er að skutlast svona með ráðherra fram og til baka.
Marinó G. Njálsson skrifar:
Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var þyrlan í verkefnum á Suðurlandi. Ef marka má fréttaflutning var EINA verkefni þyrlunnar frá kl. 07:04 til hádegis að ferja ráðherra frá Mýrdal til Reykjavíkur og þaðan aftur að Háfelli austan Víkur. Af hverju eru embættismenn að segja ósatt um þetta mál? Hvort lítur það verr út að þessi tvö flug voru farin með ráðherra sem farþega eða að verða uppvísir að því að segja ósatt?
Það er a.m.k. alveg ljóst, að Landhelgisgæslan hefur úr nægum fjármunum að moða fyrst hægt er að skutlast svona með ráðherra fram og til baka. Ég legg þó til að peningarnir verði í framtíðinni notaðir í lögboðin verkefni gæslunnar. Veitir ekki af.
Viðbót: Tekið skal fram, að mín gagnrýni beinist að því, að ekki er hægt að segja satt og rétt frá. T.d. hefði lítið mál verið að segja að þar sem þyrluflugmenn þyrftu að ná tilteknum fjölda flugtíma á viku og útlit hefði verið fyrir að það tækist ekki, þá hafi verið talið tilvalið að fara í þessi tvö flug sem ráðherra fékk að sitja í. Segið frekar sannleikann hversu kjánalegur sem hann er.
Greini birtst á Facebooksíðu Maronós.