- Advertisement -

Því sagði Samfylkingin ekki nei?

Nú er kátt í höllinni hjá Boga Nils forstjóra Icelandair sem hefur stýrt fyrirtækinu í raunverulegt gjaldþrot og brotið lög á vinnumarkaði.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Hvernig í veröldinni má það vera að þingmenn Samfylkingarinnar skyldu sitja hjá við atkvæðagreiðslu um 15 milljarða ríkisábyrgð til Icelandair? Sjö þingmenn Samfylkingarinnar, þrír þingmenn Viðreisnar og einn þingmaður Flokks fólksins sátu hjá. Hvernig stendur á því að Samfylkingin segir ekki nei?

Icelandair er fyrirtæki sem hefur komið hræðilega fram við starfsfólkið sitt, lagt fram fram útreikninga sem Ríkisendurskoðun treysti sér ekki til að leggja mat á og margir hafa varað við.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Líklega mun fyrirtæki hirða alla 15 milljarðana okkar vegna þess að það er með allt niður um sig og mun ekki geta borgað skuldirnar. Ofan á allt saman mun það geta greitt hluthöfum arð þátt fyrir að fá ríkisábyrgðina. Og að Samfylkingin skuli ekki hafna því að lögum verði breytt svo lífeyrissjóðirnir okkar geti líka sett peninga í Icelandair.

Nú er kátt í höllinni hjá Boga Nils forstjóra Icelandair sem hefur stýrt fyrirtækinu í raunverulegt gjaldþrot og brotið lög á vinnumarkaði. Og líka hjá forystumönnum Samtaka atvinnulífsins sem hafa ríkisstjórnina í vasanum. Þessum mönnum hefur nú tekist að ræna þjóðina svo svakalega að þess á sér vart fordæmi nema ef vera skyldu dæmin úr hruninu. Það er er falleg umsögn um stjórnmálaflokk sem telur sig til vinstri að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um þessa ríkisábyrgð. Samfylkingin hefði átt að standa í lappirnar og segja nei.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: