Fréttir

Því leigja félagsbústaðir ekki íbúðir?

By Ritstjórn

November 07, 2019

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, spyr:

Fyrirspurn til Félagsbústaða og bókun um nýja lántöku sjóðsins:

Enn er verið að taka veð í framtíðarútsvari Reykvíkinga og nú upp á tæpan 6.5 milljarð. Nú er trimmað upp að útboðið hafi verið á svo hagstæðum kjörum og að hluta af upphæðinni eigi að nota til að greiða upp óhagstæð lán hjá Félagsbústöðum.

Samkvæmt málefnasamningi meirihluta borgarstjórnar og samþykktum velferðarráðs er gert ráð fyrir að félagslegum leiguíbúðum fjölgi um 600 á kjörtímabilinu 2018-2022. Áætlað er að helmingur upphæðarinnar nú fari í kaup á nýjum íbúðum. Óskiljanlegt er að Félagsbústaðir skoði ekki að gera leigusamninga við leigufélög í stað þess að standa í uppkaupum á íbúðum í samkeppni við íbúðakaupendur í Reykjavík.

Markmið Félagsbústaða hlýtur alltaf að vera til framtíðar litið að fólk festist ekki í kerfinu. Félagsbústaðir skapa afar neikvæðan hvata og stefna félagsins vinnur á móti því markmiði að allir geti keypt sér húsnæði með stórfelldum uppkaupum á íbúðum í Reykjavík.