- Advertisement -

Því klappar fólk ekki fyrir kvótagreifunum

Gunnar Smári skrifar:

Úr hugskoti Sjálfstæðisflokksfólks. Fyrst eru fiskistofnarnir einkavæddir, kerfið lokað og skrúfað fyrir nýliðun, kvótinn safnast á hendur örfárra, fyrst og fremst 10-12 fjölskyldna, um tíu þúsund störf fiskverkafólks eru lögð niður, atvinnulíf í mörgum sjávarbyggðum er brotið aftur, fólk flýr atvinnuleysi og eignamissi, sjómenn leita til Noregs í von um geta hafið útgerð. Þá spyr Sjálfstæðisflokksfólkið: Hver vegna tengir fólk ekki við stórútgerðina og auðfólkið sem á hana? Af hverju fer fólk ekki út á tröppur og klappar fyrir sjávarútveginum á kvöldin áður en það fer að sofa?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: