Því eru gerðar strangari kröfur til pöpulsins heldur en til ráðherra?
…að „vera svolítið sveigjanleg og umburðarlynd“.
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar:
Almenningur fær þær leiðbeiningar á Covid.is að „hvar sem fólk kemur saman og í allri starfsemi þarf að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili“. Skilaboð á síðustu upplýsingafundum hafa verið af sama toga, jafnvel þótt þessi fyrirmæli séu ekki sett formlega fram í auglýsingu (reglugerð) heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar (sem gerir bara kröfur á staðarhaldara og skipuleggjendur samkomna). Nú þegar ráðherra þverbrýtur reglurnar sem almenningi er sagt að fylgja, þá er brýnt fyrir okkur á upplýsingafundi almannavarna að „vera svolítið sveigjanleg og umburðarlynd“ og að gagnrýna ekki of harkalega. Hvers vegna eru gerðar strangari kröfur til pöpulsins heldur en þeirra sem stjórna landinu?