- Advertisement -

Því er skólunum ekki lokað?

Inga Sæland skrifar:

300.000.000 (300 milljón) börn víða um heim geta ekki farið í skóla næstu daga og vikur vegna aðgerða þarlendra stjórnvalda sem reyna að hefta útbreiðslu Covid19 veirunnar. Grundvallarforvörn gegn veirunni er hreinlæti. Nú er Efling í verkfalli og skólar ekki þrifnir sem skildi, held ég get alhæft um að þannig er því ekki háttað í skólum þrjú hundruð milljóna barna sem leitast er við að vernda.

Ég bara spyr, af hverju er enn verið að senda börnin okkar í skólann? Af hverju er Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Samfylkingarinnar ekki löngu búinn að semja við fólkið sem haldið er hér á lægstu launum og í fátækt. Af hverju þykist Samfylkingin bera hag þeirra lægst launuðu fyrir brjósti en semur samt ekki um algjör lágmarkslaun? Það er akkúrat ekkert að marka þetta fólk. EKKERT.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: