Alþingi Steinunni Þóru Árnadóttur, þingkona Vinstri grænna, hefur spurt Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra nokkurra spurninga vegna atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna og afstöðu okkar til kjarnavopna.
Steinunni Þóra spyr meðal annars hvaða rök lágu fyrir því að Ísland greiddi atkvæði gegn ályktunartillögu um bann við kjarnavopnum og útbreiðslu þeirra á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 2015?
Kom ekki til greina að láta afstöðu Íslands í ljós með hjásetu líkt og Noregur gerði auk nokkurra fleiri NATO-ríkja?
Telur ráðherra að framganga og afstaða NATO og einstakra aðildarríkja bandalagsins, sem m.a. birtist í þróun gagneldflaugakerfa og endurnýjun kjarnavopnabúnaðar, sé til þess fallin að stuðla að kjarnorkuafvopnun í heiminum?
Hversu oft hefur Ísland greitt atkvæði á annan hátt en meginþorri NATO-ríkja í atkvæðagreiðslu um kjarnavopnamál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna? Óskað er eftir yfirliti um allar atkvæðagreiðslur um kjarnavopnamál þar sem Ísland hefur greitt atkvæði eða setið hjá síðustu 25 ár.
Hversu oft hefur afstaða Íslands verið frábrugðin afstöðu annarra ríkja á Norðurlöndum við atkvæðagreiðslu um kjarnorkumál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna? Óskað er eftir yfirliti sem nær til síðustu 25 ára.
Hvernig hefur ráðherra beitt sér á fundum samningsins um að dreifa ekki kjarnavopnum (Treaty on the Non-Proliferation of Nuclear Weapons – NTP) til að stuðla að afvopnun og friði af Íslands hálfu?
Nú er svars ráðherrans beðið, en hún var lögð fram 11. nóvember í fyrra.