- Advertisement -

Því ekki að selja Keflavíkurflugvöll?

„Það er í raun eng­in ástæða fyr­ir hið op­in­bera að eiga og reka alþjóðaflug­völl.“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksinsm teygir ögn lengra en flokkssystkin hennar hafa gert til þessa. Hingað til hafa þau barist fyrir að einhver fái að kaupa Leifsstöð. Nú er það flugvöllur eins og hann leggur sig.

„Það er í raun eng­in ástæða fyr­ir hið op­in­bera að eiga og reka alþjóðaflug­völl,“ skrifar Áslau Arna. „Ein­hver kynni að halda því fram að rekst­ur flug­vall­ar færði rík­inu tekj­ur, en svo er ekki. Önnur rök eru þau að flug­völl­ur sé það mik­il­væg­ur þátt­ur í sam­fé­lag­inu að best fari á því að hið op­in­bera ann­ist rekst­ur hans. Flug­vell­ir eru vissu­lega mik­il­væg­ir, en það er ekki þar með sagt að ríkið þurfi að eiga þá og reka,“ segir hún.

Og lausnin er hver?

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Einkaaðili sem á og rek­ur flug­völl þarf að lúta lög­um lands­ins og regl­um markaðar­ins. Og jafn­vel þótt eitt­hvað sé mik­il­vægt er ekki þar með sagt að ríkið þurfi að sinna því. Við eig­um að treysta einkaaðilum og sjá til þess að ríkið sinni aðeins þeim verk­efn­um sem nauðsyn­legt er að ríkið sinni. Þau eru ekki mörg – og rekst­ur flug­valla er ekki eitt af þeim.“

Svo kemur setning sem einnig er notuð til að fá almenning til fallast á einkavæðingu bankanna: „Það er ekki áhættu­laust að reka flug­völl.“

Síðan skrifar Áslaug Arna hein ósannindi: „Allt er þetta eitt­hvað sem einkaaðilar eru full­fær­ir um að sinna og marg­ir af stærstu flug­völl­um Evr­ópu eru í eigu einkaaðila.“

Þetta er ekki rétt. Eini aðalflugvöllurinn sem er í einkarekstri er Kastruup í Kaupmannahöfn og er lítil ánægja með það fyrirkomulag.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: