„Það er í raun engin ástæða fyrir hið opinbera að eiga og reka alþjóðaflugvöll.“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksinsm teygir ögn lengra en flokkssystkin hennar hafa gert til þessa. Hingað til hafa þau barist fyrir að einhver fái að kaupa Leifsstöð. Nú er það flugvöllur eins og hann leggur sig.
„Það er í raun engin ástæða fyrir hið opinbera að eiga og reka alþjóðaflugvöll,“ skrifar Áslau Arna. „Einhver kynni að halda því fram að rekstur flugvallar færði ríkinu tekjur, en svo er ekki. Önnur rök eru þau að flugvöllur sé það mikilvægur þáttur í samfélaginu að best fari á því að hið opinbera annist rekstur hans. Flugvellir eru vissulega mikilvægir, en það er ekki þar með sagt að ríkið þurfi að eiga þá og reka,“ segir hún.
Og lausnin er hver?
„Einkaaðili sem á og rekur flugvöll þarf að lúta lögum landsins og reglum markaðarins. Og jafnvel þótt eitthvað sé mikilvægt er ekki þar með sagt að ríkið þurfi að sinna því. Við eigum að treysta einkaaðilum og sjá til þess að ríkið sinni aðeins þeim verkefnum sem nauðsynlegt er að ríkið sinni. Þau eru ekki mörg – og rekstur flugvalla er ekki eitt af þeim.“
Svo kemur setning sem einnig er notuð til að fá almenning til fallast á einkavæðingu bankanna: „Það er ekki áhættulaust að reka flugvöll.“
Síðan skrifar Áslaug Arna hein ósannindi: „Allt er þetta eitthvað sem einkaaðilar eru fullfærir um að sinna og margir af stærstu flugvöllum Evrópu eru í eigu einkaaðila.“
Þetta er ekki rétt. Eini aðalflugvöllurinn sem er í einkarekstri er Kastruup í Kaupmannahöfn og er lítil ánægja með það fyrirkomulag.