Sigurjón Magnús Egilsson skrifar:
Sæstrengur verður ekki lagður án samþykkis Alþingis. Gott og vel. En hvaða hald er í því? Mikill meirihluti þjóðarinnar treystir ekki Alþingi. Því á þjóðin þá að treysta Alþingi varðandi sæstreng?
Við erum æri mörg þeirra skoðunar að oftar ráði hagsmunir frekar en hugsjónir ákvörðunum margra þingmanna. Í ljósi stöðu þingsins gagnvart þjóðinni er nánast dónalegt að bjóða upp á að Alþingi muni eiga lokaorðið varðandi hugsanlega sæstreng. Staða Alþingis er ömurleg og fátt í starfi þess er til að bæta stöðu þess. Því verða þingmenn að bjóða betur en sjálfa sig.
Þú gætir haft áhuga á þessum