Gunnar Smári skrifar:
Um hvað er þetta? Að Jóhannes Stefánsson hafi ekki mætt lögmönnum Samherja? Honum ber alls ekki skylda til þess. Þessir lögmenn eru fyrst og fremst að undirbúa vörn Samherja í málinu, þótt forsvarsmenn fyrirtækisins láti eins og þarna sé á ferð óháð rannsóknar- eða dómsvald. Sem segir nokkuð um ofmat þeirra á sjálfum sér. Í stað þess að ræða mútur, skattsvik og peningaþvætti í mörgum löndum þá hneykslast forstjórinn á Jóhannesi fyrir að hafa ekki mætt á fund hjá lögmönnum Samherja. Til hvers eru íslenskir fjölmiðlar yfirhöfuð að birta þetta rugl upp úr Samherjamönnum, það er ekki upplýsandi á nokkurn hátt, tómt rugl eins og margoft hefur komið fram. Hvar er upplýsingaóreiðunefnd ríkisstjórnarinnar, ættu hún ekki að ávíta Samherja?