- Advertisement -

Því að herma eftir Bretum?

Gunnar Smári skrifar:

Hvað finnst ykkur um þetta? Fyrir Hrun var það kallað í Bandaríkjunum sup-prime þegar verið var að lána fólki til húsnæðiskaupa, sem sannarlega átti ekki efni á að kaupa sér íbúð. Þessi lán hækkuðu fasteignaverð eða dró úr lækkun þeirra þar til hrundi. Getur verið að það sé markmiðið hér? Að senda fátækara fólk inn á húsnæðismarkaðinn með ofurskuldsettum kaupum til að halda uppi verði og forða verktökum frá þrotum? Þarna er sagt að fyrirmyndin sé frá Bretlandi. Afhverju erum við að herma eftir Bretum, af öllum þjóðum? Húsnæðismarkaðurinn er miklu betri í Þýskalandi, Hollandi eða Svíþjóð, þar sem fólk hefur gott aðgengi að ódýru og öruggu húsnæði. Bretar eru með kerfi eins og Bandaríkjamenn, vilja spenna upp fasteignaverð til að skapa falskar hugmyndir um ríkidæmi og tækifæri fyrir fólk til að skuldsetja sig til að vega upp stöðnun í launatekjum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: