- Advertisement -

Þverklofinn valdaflokkur

„Ég leyfi mér að ef­ast um að einn ein­asti þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins hefði flutt þetta mál ef ekki væri fyr­ir til­skip­un EES. Það sýn­ir hvers eðlis málið er.“

Forsíðufrétt Moggans í dag virkar eflaust sem olía á eld í klofnum Sjálfstæðisflokki.

Víst er að ritstjórn Moggans gerir ekkert til að draga úr klofningnum í Sjálfstæðisflokki. Eftir lestur blaðsins í dag fer ekki á milli mála að flokkurinn er þverklofinn. Fari sem Bjarni Benediktsson hefur boðað að orkupakkinn verður samþykktur á Alþingi síðar í þessum mánuði er víst að öldurnar lægi ekki.

Flokksfólki er tíðrætt um undirskriftasöfnunina. Einn viðmælenda blaðsins er, Elliði Vignisson, sem oft er nefndur sem næsti formaður Sjálfstæðisflokksins.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Vandræði forystu Sjálfstæðisflokksins aukast enn.

Við Moggann segir Elliði: „Það þarf ofboðslega marg­ar und­ir­skrift­ir til að þetta ná­ist. Hvað sem því líður, jafn­vel þótt ekki ná­ist til­skil­inn fjöldi, þá finnst mér núna vera kom­in sú staða að menn hljóti að vilja stoppa og hlusta, en ekki loka aug­un­um og böðlast áfram.“

Hann segist velta fyrir sér „flokks­leg­um hags­mun­um“ sem oftast er jú fyrsta val í þeim flokki. Þjóðarhagsmunir koma ævinlega síðar. Meira úr samtali Elliða og Moggans:

„Ég hef trú á því að for­yst­an sjái málið þess­um sömu aug­um og láti ekki reyna á þetta. Afstaða mín í þessu máli er hvergi til marks um að ég treysti ekki for­yst­unni. Ástæðan fyr­ir því að ég hef ekki skrifað und­ir er trú mín á því að menn staldri við og bregðist við stöðunni,“ seg­ir Elliði sem tel­ur málið bera það með sér að eng­inn tali fyr­ir því af ein­lægni. „Ég leyfi mér að ef­ast um að einn ein­asti þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins hefði flutt þetta mál ef ekki væri fyr­ir til­skip­un EES. Það sýn­ir hvers eðlis málið er.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: