Greinar

Þurrkaði Bjarni VG út?

By Miðjan

January 12, 2025

Þröstur Ólafsson skrifaði:

Stjórnkænska. Einhverntíma þótti það einkenna merka stjórnmálamenn, þeir léku fram í tímann og komu gjarnan áherslumálum sínum áleiðis með kænsku. Sennilega er íslensk pólitík of einföld og fáklædd til að vera rík af þannig persónum.

Eitt frægasta dæmi sögunnar er leikur Bismarcks við Frakkakeisarann, sem leiddi til þess að Frakkar bitu á agnið og lýstu yfir stríði á hendur Prússum. Þetta var nákvæmlega það sem Bismarck vildi, tók áskorunni og sigraði.

Eitt af því sem Bjarni Benediktsson (núverandi) afrekaði undir lok ferils síns, bar vott um nokkra kænsku. Hann myndaði tvær ríkisstjórnir með VG og Framsókn. Sem formaður stærsta stjórnanflokksins var hann réttborinn til forsætisráðuneytisins. Hann grunaði hins vegar að þetta ráðuneyti yrði ekki valdaráðuneyti, heldur frekar sáttasemjaraembætti vegna ólíkra stjórnarflokka.

Í seinni ríkisstjórninni herti hann enn valdatökin og svifti VG þeim ráðuneytum þar sem VG var á heimavelli. Hann þurrkaði VG út, því þeir bitu á agnið eins og Frakkar forðum.

Jón Baldvin kunni líka að bregða fyrir sig kænsku, enda áorkaði hann miklu. Bjarni vissi gjörla í hvaða ráðuneytum hin raunverulegu pólitísku völd lágu og raðaði þeim öllum í klær ránfuglsins. Vonandi endurtekur sagan sig ekki.