- Advertisement -

Þuríði ofbauð ummæli þingmanns

Í góðærinu hennar Bryndísar er fötluðu fólki haldið í gíslingu fátæktar.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, er ekki sátt eftir að hafa hlustað, á Bryndísi Haraldsdóttur Sjálfstæðisflokki, í útvarpi í morgun.

„Ég á mjög erfitt með að hlusta á hana tala um mikla kaupmáttaraukningu hjá lægstu tekjuhópum og að verkalýðsforystan haldi ríkisstjórninni nánast í gíslingu með því að gera henni afarkosti sem sé óásættanlegt og nánast valdarán – þvílík orðræða!“

Það munar ekki um það.

Í Í boði þessarar ríkisstjórnar er lægsti tekjuhópur samfélagsins ekki aðeins skattpíndastur með 100% jaðarskatti (króna á móti krónu) þannig að mjög erfitt er fyrir þennan hóp að auka ráðstöfunartekjur sínar.

„Þetta er akkúrat það sem efnahags- og fjármálaráðherra gerir gagnvart öryrkjum. Í góðærinu hennar Bryndísar bendi ég á að öryrkjum, þ.e. fötluðu fólki hefur nú verið haldið í gíslingu fátæktar af stjórnvöldum árum saman og sérstaklega hefur ríkisstjórn síðustu tveggja ára. Fátæku fólki er haldið með nasirnar niðri.

Í boði þessarar ríkisstjórnar er lægsti tekjuhópur samfélagsins ekki aðeins skattpíndastur með 100% jaðarskatti (króna á móti krónu) þannig að mjög erfitt er fyrir þennan hóp að auka ráðstöfunartekjur sínar heldur hefur hann ekki fengið leiðréttingu á lífeyri sínum frá því í hruni og er 70% öryrkja í dag með framfærslu um kr. 248.000 fyrir skatt sem er um 30.000 kr. lægri en atvinnuleysisbætur (ömurlegt framferði stjórnvalda að halda þeim sem verða að treysta á almannatryggingar á lægri launum en þeim sem eru tímabundið atvinnulausir).“

Þuríður Harpa bendir á margt. Til dæmis fátæktargildrur:

„Þá eru margir með enn lægri upphæð t.d. þeir sem eru búsetuskertir og enn látnir sæta röngum og ólöglegum útreikningi í boði stjórnvalda. Hér er fjölda fólks, þar með börnum haldið í fátækt vegna þess að stjórnvöld ætla ekki að gera neitt sem gæti lagað kjör fatlaðs fólks nema að fatlað fólk skrifi undir margumrætt starfsgetumat. Það mat hefur ekki virkað sem skyldi fyrir fatlað fólk í öðrum löndum því mjög margt þarf að koma til s.s. atvinnumarkaður og það að fötluðu fólki sé raunverulega gert kleift að hafa tækifæri í samfélaginu til jafns við aðra.“

Þessi ríkisstjórn hefur ekki aukið traust meðal þess fólks sem ég er í forsvari fyrir. Það hefði verið klókt af þessari ríkisstjórn að stíga fram og byrja að taka út krónu á móti krónu skerðinguna, það hefði skapað örlitla von og jafnvel traust til þessara valdhafa.

Þuríður Harpa er ekki búin: „Atvinnulíf allra landa hefur í raun lítinn áhuga á að að ráða í vinnu t.d. útbrunnið og heilsulaust fólk sem komið er yfir fimmtugt, hvað þá fatlað fólk s.s. geðfatlaða eða þroskahamlaða eða langveika. Sá hópur sem helst kemur inn á örorku hér á Íslandi er fólk sem er orðið fatlað vegna veikinda eða er búið með skrokkinn á sér.

Þessi ríkisstjórn hefur ekki aukið traust meðal þess fólks sem ég er í forsvari fyrir. Það hefði verið klókt af þessari ríkisstjórn að stíga fram og byrja að taka út krónu á móti krónu skerðinguna, það hefði skapað örlitla von og jafnvel traust til þessara valdhafa. Það hefði verið jákvætt og fólk þá hugsanlega trúað því að þessi ríkisstjórn ætlað í raun að rétta hlut þeirra sem verst hafa það í þessu samfélagi, fatlað fólk sem er fólk sem fæðist fatlað eða missir heilsu og færni á lífsleiðinni.

Til að draga orðræðu Bryndísar saman þá má alls ekki hækka skatta á ofurlaunafólkið og alls ekki ekki lækka skatta á lægstu tekjuhópa því þá telur Bryndís „að við séum að færa okkur frá norræna kerfinu þar sem flestir greiða jú skatta í samræmi við þær tekjur sem þeir afla“!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: