Greinar

Þurfum nýja búsáhaldabyltingu – ríkisstjórnin svíkur allt

By Miðjan

December 30, 2018

Björgvin Guðmundsson.

Enn lætur Björgvin Guðmundsson til sín taka í samfélagsumræðunni. Hann skrifar:

„Árið 2018 hefur staðfest það, sem ég vissi áður um viðureign við stjórnvöld, að ekki duga nein vettlingatök í viðureign við ráðamenn. Þeir skilja ekkert annað en hörku. Ef nýir forustumenn aldraðra og öryrkja ætla að sýna ráðamönnum traust og gefa þeim tækifæri svíkja ráðamenn forustumennina umsvifalaust.

Þetta er reynsla FEB í Rvk á þessu ári. Félagið sýndi stjórninni traust. Gaf henni tækifæri en stjórnin sveik FEB um leið; lofaði öllu fögru en stóð ekki við neitt; kom í bakið á FEB. Þetta leiðir í ljós, að það þarf ný vinnubrögð, nýja búsáhaldabyltingu og málaferli gegn ríkinu.“