Greinar

Þurfum aðgerðir núna

By Miðjan

May 24, 2023

„Stýrivaxtahækkun að þessu sinni 1.25%. Svar ríkisstjórnarinnar við þessum bruna, sem leiðir um allt samfélagið og bítur fastast þau tekjulægstu, er að þylja upp einhverjar aðgerðir úr fortíðinni. Við þurfum aðgerðir núna – ekki einu sinni,“ skrifaði Helga Vala Helgadóttir.

„Það sem keyrir áfram ástandið er skortur á húsnæði og þar er ríkisstjórnin ekki að gera neitt. Það vantar fjármagn til bygginga fyrst og fremst, en ekki að stjórnvöld fari sömu leið og Framsókn hefur leitt ítrekað, að dæla fjármagni til kaupenda á sama tíma og skortur er á húsnæði. Ég held svei mér þá að þessi ríkisstjórn þurfi ekki sumarfrí – hún þarf eitthvað varanlegra en það og hleypa að flokkum sem þora að takast á við ástandið og hafa auk þess fjölmargar tillögur til framtíðar.“