Fréttir

Þurfum að rannsaka hvort hér eru fátæktargildrur

„...sem þýðir að fólk get­ur unnið sig hratt upp með mennt­un og dugnaði.“

By Miðjan

December 31, 2018

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, skrifar grein í Tímamót Moggans, sem komu út í dag. Þar segir hann meðal annars:

„Sam­fé­lagið breyt­ist stöðugt. Við hverja nýja lög­gjöf, hverja nýja reglu­gerð verður breyt­ing á um­hverfi okk­ar. Íslend­ing­um hef­ur auðnast að byggja upp það sem á marga mæli­kv­arða er fyr­ir­mynd­ar­sam­fé­lag. Mik­il­vægt er að skapa sam­fé­lag­inu leik­regl­ur sem veita öll­um jöfn tæki­færi til að blómstra. Við get­um öll verið sam­mála um að hús­næðis­kostnaður er of hár og lægstu laun of lág. Við þurf­um samt sem áður að rann­saka bet­ur hvort að í sam­fé­lags­gerðinni eru fá­tækt­ar­gildr­ur eða hvort fólk staldr­ar stutt við á lægstu launa­töxt­um. Rann­sókn­ir sýna að Ísland býr við mesta fé­lags­lega hreyf­an­leika allra þjóða sem þýðir að fólk get­ur unnið sig hratt upp með mennt­un og dugnaði.“

„…eða hvort fólk staldr­ar stutt við á lægstu launa­töxt­um.“