Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, skrifar grein í Tímamót Moggans, sem komu út í dag. Þar segir hann meðal annars:
„Samfélagið breytist stöðugt. Við hverja nýja löggjöf, hverja nýja reglugerð verður breyting á umhverfi okkar. Íslendingum hefur auðnast að byggja upp það sem á marga mælikvarða er fyrirmyndarsamfélag. Mikilvægt er að skapa samfélaginu leikreglur sem veita öllum jöfn tækifæri til að blómstra. Við getum öll verið sammála um að húsnæðiskostnaður er of hár og lægstu laun of lág. Við þurfum samt sem áður að rannsaka betur hvort að í samfélagsgerðinni eru fátæktargildrur eða hvort fólk staldrar stutt við á lægstu launatöxtum. Rannsóknir sýna að Ísland býr við mesta félagslega hreyfanleika allra þjóða sem þýðir að fólk getur unnið sig hratt upp með menntun og dugnaði.“