Leiðari Þrír flokkar reyna að mynda með sér ríkisstjórn. Þetta vitum við. Við fengum að vita í morgun að ekki gangi eins vel að ljúka verkinu og vonir stóðu til. Og hvað tefur? Jú, það vantar fleiri fjármálaráðuneyti.
Katrín verður forsætisráðherra. Framsókn metur sem svo að aðrir geti ekki farið með fjármálaráðuneytið. Framsókn hyggur víst á svo miklar breytingar í þeim málaflokki. En hvað með Bjarna Benediktsson? Hann vill líka verða fjármálaráðherra?
Lausnin er víst fundin. Nú á barasta að fjölga fjármálaráðuneytunum. Kljúfa það í tvennt Annað og óvænt vinnst með því, þá verða fleiri ráðuneyti til skiptanna. Þetta eru snillingar.
Sigurjón M. Egilsson.