Fréttir

Þurfa erlenda starfsmenn í Vaðlaheiðargöng

By Miðjan

August 05, 2014

Vinnumarkaður „Við höfum ítrekað leitað eftir íslenskum jarðgangamönnum en ekki fengið neina. Við auglýstum síðast eftir mannskap fyrir mánuði síðan en það var enginn sem sótti um sem stóðst kröfur. Þar af leiðandi þurfum við að fá erlent vinnuafl,“ segir Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri Ósafls, sem stýrir vinnslu við gerð Vaðlaheiðarganga. Hann segir erfitt að fá reynda íslenska jarðgangamenn til verksins. Þetta kemur fram á vikudagur.is.

Átta íslenskir starfsmenn vinna inn í fjallinu við gerð Vaðlaheiðarganga í Eyjafirði og eru um helmingur starfsmanna. Þeim hefur hins vegar fækkað verulega síðastliðna mánuði.