Fréttir

Þurfa enn að bíða eftir réttlætinu

By Miðjan

April 02, 2019

Tekjustofnar ríkisins hafa markvisst verið veiktir með afnámi auðlegðarskatts, lækkun veiðigjalda og neysluskatta ásamt því að stjórnin sótti ekki tekjur til ferðaþjónustunnar á meðan vel áraði.

„Tekjustofnar ríkissjóðs eru enn veiktir. Á sl. uppgangsárum hafa tekjustofnar ríkisins markvisst verið veiktir með afnámi auðlegðarskatts, lækkun veiðigjalda og neysluskatta ásamt því að stjórnin sótti ekki tekjur til ferðaþjónustunnar á meðan vel áraði. Þó að í áætluninni sé gert ráð fyrir gjaldtöku á ferðamenn held ég að við getum öll verið sammála um að ekkert verður úr þeirri gjaldtöku núna frekar en þegar betur áraði. Veikari tekjustofnar geta orðið til þess í niðursveiflunni að þeir dugi ekki til að fjármagna velferðarkerfi af þeirri gerð sem velferðarsamfélag getur státað af.“

Þetta er einn kafli í ræ „Enn einu sinni á að skilja aldraða og öryrkja eftir. Þeir eiga enn að bíða eftir réttlætinu. Það er að vísu gert ráð fyrir 4 milljarða viðbót vegna breytinga á greiðslukerfi almannatrygginga en það mun duga skammt ef bæta á kjörin að einhverju marki. Lífeyrir hjá fólki í sambúð nær ekki lágmarkslaunum. Það eru aðeins þeir sem búa einir og fá heimilisuppbót sem skerðist síðan krónu á móti krónu sem ná lágmarkslaunum. Það er til skammar að við, þessi ríka þjóð, búum svo illa að öryrkjum og öldruðum, þeim sem treysta nánast einungis á greiðslur Tryggingastofnunarinnar.“

Hér er öll ræðan.