Dick Rowe, hjá Decca Records, og umboðsmaður Bítlana, Brian Epstein, áttu í bréfaskriftum nokkrum vikum eftir að Bítlarnir höfðu mætt í áheyrnarprufu hjá Decca í byrjun árs 1962.
Dick Rowe skrifaði: „Við viljum þakka þér fyrir að hafa fengið prufu með strákunum þínum, herra Epstein. Til að byrja með teljum við þig, og plötubúðina þína í Liverpool, vera mikilsmetinn viðskiptavinur að merkinu okkar. Hvað Bítlana varðar þá líkar okkur ekki við drengina þína. Gítarsveitir eru á leiðinni út. Þeir eiga enga framtíð í bransanum. Fyrir það fyrsta er það sönnuð staðreynd að listamenn eiga ekki að semja sína eigin tónlist, lagahöfundur eiga að gera það, og listamaðurinn taki síðan lagið upp. Við erum líka nýbúnir að verja tólf dögum í Ameríku. Ekki eitt lag á listunum þar er með gítarsveit. Auk þess höfum við hljómsveit hér á staðnum sem spilar á gítara, þegar við þurfum á þeim að halda. Þeir kallast Brian Poole and the Tremeloes og verða á samningi hjá okkur. Þeir búa nærri London, ekki í yfir 200 mílna fjarlægð eins og strákarnir þínir. Það er því engin ástæða til að hafa aðra gítarhljómsveit á samningi.”
Brian Epstein svaraði: „Ég tók með mér eintak af Mersey Beat Magazine. Það sýnir hversu vinsælir Bítlarnir eru orðnir í Liverpool. Með fullri virðingu, þú hlýtur að vera klikkaður! Bítlarnir munu springa út. Mundu orð mín, einn daginn verða þeir stærri en Elvis Presley.“
Dick Rowe aftur: „Ég held að við séum sérfræðingarnir hér herra Epstein. Þú átt flotta plötubúð í Liverpool. Ekki leggja meiri pening í þessa tapbaráttu. Haltu þig við að reka plötubúðina þína.“
Brian Epstein svaraði að lokum: „Þú munt lifa til að sjá eftir þessari ákvörðun. Þakka þér fyrir að leyfa Bítlunum að mæta í prufu.“