- Advertisement -

Þú hefur allavega kinnbeinin

Samfélag Hundruð kvenna sem hafa starfað í stjórnmálum hafa rætt saman og deilt reynslusögum um kynbundið ofbeldi. Á föstudag ætla þeir að deila eitt hundrað sögum. Þær hafa sent frá sér tíu sögur sem fara hér á eftir.

Í skugga valdsins #metoo  – 10 nafnlausar sögur

Síðan ég byrjaði að starfa í pólitík hafa nokkrir menn úr stjórnmálaflokknum, og þá flestir giftir menn verið að senda mér skilaboð á kvöldin. Menn gera sér upp misjöfn tilefni til þess að hafa samband. Segjast vilja hjálpa mér ef mig vanti einhverja hjálp t.d. Ég velti því fyrir mér hvort að þeir vilji eiga inni hjá mér greiða eða hvort þeir séu að sýna að þeir séu valdameiri. Svo koma komment eins og: þú ferð nú í framboð er það ekki? Þú hefur allavega kinnbeinin í það. (já stelpur, þið sem eruð með kinnbein, drífið ykkur í framboð!) Svo hef ég líka fengið: þú ert nú með röddina í það, oh þessi rödd! Einn af þessum mönnum veit ég til að hefur verið að hafa samband við fleiri ungar konur í flokknum. Já ég er einhleyp, ung kona, en ég gekk ekki inn í stjórnmálastarf til þess að hafa ofan af fyrir giftum mönnum sem eru ef til vill orðnir leiðir á konunum sínum.

Ég var einu sinni í Finnlandi á UNR sem er Ungmenna þing Norðurlandaráðs sumsé þvert á alla flokka þegar ég mæti í kjól og hælum fyrir dinnerinn segir hann NEI loksins sexy og sæt kona í vinstri pólitík, sama kvöld talaði hann við nokkra aðra stráka um þetta og í hvert skipti sem ég og sænsk vinkona mín gengum nálægt honum þá þurfti hann að kommenta á útlit okkar. Óþolandi og gerði mig alltof meðvitaða um sjálfa mig, áttum svo eftir heilan dag af þinginu og ég meikaði bara ekki að tjá mig daginn eftir á fundinum.
Annars á svipuðum event sat ég með nokkrum ungum konum af öllum flokkum þar sem var farið yfir hvaða þingmenn væru mestu perrarnir á þessum þingum.
Það er því miður þannig að flestar af ungu konunum sem taka þátt í þessum þingum hafa lent í perraköllum og sumar hafa bara mjög grófar og ógéðslegar sögur. Margar hafa fengið beina hótun um að pólitískur ferill þeirra yrði bara ekki að neinu ef þær væru ekki til í að borga fyrir það einhvernveginn

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eftir umræðufund um málefni tengt Íraksstríðinu hélt hópurinn á bar og þar sem ég sat og ræddi við stjórnmálamenn tvo og einn vin þeirra um mál fundarins, fór vinurinn upp úr þurru að benda á hvað ég væri með fallega brjóstaskoru. Mér þótti þetta augljóslega óþægilegt og bað hann um að hætta þessu, en hann hélt áfram. Ég sat þarna klemmd á milli mannanna, enginn kom mér til varnar, ég fór. Hvað hafði eiginlega gerst, í miðri málefna umræðu var ég á svipstundu orðin hlutur í augum þriggja manna. Ég á fleiri svona sögur.

Er komin fram sagan af karlkyns borgarstjóranum sem fór með gamanmál í fjölmennri veislu í Viðey á vegum borgarinnar? Þar fjallaði hann um ,,gangtegundir” kvenna. Þær hafa nefnilega bara tvenns konar gang: frekjugang og yfirgang. Þetta var á þessari öld notabene.

Einn af upprennandi stjórnmálamönnunum er með margar „óstaðfestar“ sögur um áreitni gangvart ungum konum. Innan flokksins var gert mál úr þessu og reynt að láta hann sæta ábyrgð. Einhverjar konur gátu ekki hugsað sér að starfa með flokknum vegna þessa manns. Ekkert kom útúr málinu og maðurinn starfar í flokknum eins og ekkert hafi í skorist enda er svo rosalega dramatískt að hefta pólitískan feril ungs manns þrátt fyrir sögusagnir.

Ég er nýkjörin formaður í nýju kjördæmisfélagi flokks. Öflugt félag strax, fundarherferðir, umræður og stuð…. ýmsir karlmenn meika mig ekki og eru sífellt að reyna að skrúfa mig niður.. .. nokkrir ganga lengra, niðrandi komment og niðurrif, örfáir en fleiri en tveir, káf og tilraunir til að komast lengra…. Engum tókst en hafði þau áhrif að mig langaði ekki að vera í forystu…þeirra….

Ég get ekki talið upp öll þau skipti sem mér hefur beint og óbeint verið hótað nauðgun vegna skoðana minna. Ég hef engan áhuga á að hafa það eftir, en ég hef oft lesið um allskonar hluti sem ég hefði gott af og hvernig væri nú best að þagga niður í mér.

 

Að taka þátt í prófkjöri var ávísun á að þurfa „þola“ kossa, þukl og faðmlög frá flokksMönnum, helst með bros á vör, (annars myndu Þeir ekki kjósa þig).

Að taka þátt í prófkjöri var ávísun á að þurfa „þola“ kossa, þukl og faðmlög frá flokksMönnum, helst með bros á vör, (annars myndu Þeir ekki kjósa þig).

Ég hef verið þátttakandi í pólitísku starfi allt frá menntaskólaárum. Ég hef oft orðið fyrir niðurlægjandi ummælum og framkomu sem beinlínis má rekja til þess að ég er kona, en ég hef ekki orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi í störfum mínum í nefndum, í framboði, í borgarstjórn, á alþingi eða í ráðuneyti. Það er ástæðan fyrir því að ég skrifaði ekki undir áskorunina en sé svo að það hafa nokkrar gert, sem eins er ástatt um. En utan hins pólitíska vettvangs – bæði í vinnu og í skemmtanalífi hef ég lent í alls konar – eins og sagt er.
 

 

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: