- Advertisement -

Þrýstihópar sigra ríkisstjórnina

Ekki er það burðugt hjá formanni Sjálfstæðisflokksins. Þingmaður eftir þingmann, úr flokki hans, lýsa yfir efasemdum um ágæti áætlunnar í ríkisfjármálum. Sem er jú eitt helgasta gagn ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, og samstarfsflokka hans. Þetta er hreint ótrúleg staða og veikir formanninn til mikilla muna.

Allt bendir til að þrýstihópar, einkum úr ferðaþjónustunni, muni hafa betur. Fólk þaðan hefur náð að sannfæra marga þingmenn um að ganga ekki í takt við ríkisstjórnina, þeirra eigin ríkisstjórn. Þetta er merkilegt.

Aðrir þrýstihópar hafa ekki náð ámóta árangri. Ekki það fólk sem stýrir heilbrigðisþjónustu eða menntamálum. Þar eru þrengingar og samdráttur framundan. Fólk þaðan talar fyrir daufum eyrum.

Átökin snúa ekki bara að því hvort virðisaukaskattru verði hækkaður á ferðaþjónustu eða ekki. Átökin eru um pólitíska stöðu manna. Fari svo að Bjarni Benediktsson nái ekki að halda sínu fólki saman í þessu máli breytist margt. Það yrði, til að byrja með, afar fátítt. Og hvert framhaldið yrði er erfitt að segja til um.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Kannski leiðir það til þess að formaðurinn hafi ekki lengur styrk, í eigin flokki, til að verja óbreytt kvótakerfi.

Varnirnar fyrir óbreyttu Íslandi eru að gliðna. Innan frá. Sjálfstæðisflokkurinn er óvenju agalaus um þessar mundir.

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: