Fréttir

Þróunarhjálp: Ísland leiðir landgræðslu, jarðhita og sjávarútveg

By Miðjan

July 16, 2014

Samfélag „Þannig hefur Ísland haft forystu meðal ríkja heims um að beina athygli – og fjármunum Alþjóðabankans að bæði sjávarútvegi og jarðhita. Bankinn fór aftur að lána til sjávarútvegsverkefna eftir að Ísland leiddi baráttu til að koma í veg fyrir að hann hætti því alfarið. Samkomulag sem náðist milli Íslands og Alþjóðabankans 2011 leiddi til stofnunar alþjóðlegs jarðhitavettvangs sem nú hefur yfir að ráða 235 milljónum Bandaríkjadala. Starfsmenn fastanefndar Íslands í New York hafa forystu um það að tekið verði tillit til áhrifa eyðimerkurmyndunar og mikilvægi landgræðslu í þróunarmarkmiðum þeim sem væntanlega verða samþykkt af ríkjum heims á næsta ári. Í alþjóðlegum mannúðarsamningum hefur áhersla Íslands á jafnrétti kynjanna borið þann árangur að í nýjum vopnaviðskiptasamningi er ákvæði sem takmarkar sölu vopna ef líklegt er að vopnin verði notuð til að fremja kynbundið ofbeldi. Allt eru þetta dæmi um árangur sem hægt er að ná með skýrum áherslum og töluverðri einbeitni.“

Þetta er agnarögn úr skýrslu Þóris Guðmundssonar um Þróunarhjálp Íslendinga. Skýrsluna er hægt að fá heimasípu utanríkisráðuneytisins.

Þórir var í ítarlegu viðtali í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni liðinn sunnudag. Viðtalið er hér.