- Advertisement -

Þróun ellilifífeyris

Við þess­ar aðstæður má spyrja hvað orðalagið – að taka mið af launaþróun – þýði.

Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur skrifaði þessa ítarlegu og upplýsandi grein sem birt var í Mogganum í dag. Tilefni er til að birta hana sem víðast. Þar á meðal hér.

Þótt ekki sé fjallað sér­stak­lega um hækk­an­ir líf­eyr­is aldraðra í stjórn­arsátt­mála nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar má reikna með að hún ætli sér að fara að lög­um í því efni. En rök­styðja má að það hafi hún ekki gert fyr­ir árin 2018 og sér­stak­lega ekki 2019 – og sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varpi stend­ur það ekki held­ur til á ár­inu 2020.

Þú gætir haft áhuga á þessum

At­hygl­in bein­ist að 69. gr. laga um al­manna­trygg­ing­arnr. 100/​2007 þar sem seg­ir að ákvörðun um ár­leg­ar hækk­an­ir skuli „taka mið af launaþróun“. Er þá eðli­leg­ast að miða við launaþróun næstliðins árs og þróun lægstu launa og/​eða þróun launa­vísi­tölu.

Lífs­kjara­samn­ing­arn­ir

Nú hafa verið gerðir lífs­kjara­samn­ing­ar, ekki hvað síst fyr­ir til­stilli rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þeir kveða á um krónu­tölu­hækk­an­ir þannig að hlut­falls­lega meiri hækk­un verður á lág­um laun­um en háum. Þannig eru samn­ing­arn­ir gerðir til þess að jafna tekju­skipt­ing­una í sam­fé­lag­inu og þeir rétta hlut lág­tekju­fólks.

Við þess­ar aðstæður má spyrja hvað orðalagið – að taka mið af launaþróun – þýði. Eiga stjórn­völd að miða elli­líf­eyri fyr­ir árið 2020 við hækk­an­ir lægstu launa eða hækk­an­ir meðallauna? Svarið við því virðist aug­ljóst, enda hef­ur elli­líf­eyr­ir ávallt tekið mið að lægstu laun­um og ekki síst eft­ir laga­breyt­ing­una á ár­inu 2016, sem kom til fram­kvæmda 1. janú­ar 2017. Þá er ljóst að aldraðir eru í þeim hópi sem þarf ekki síst á leiðrétt­ing­unni að halda, sem lífs­kjara­samn­ing­arn­ir snú­ast um.

Kerf­is­breyt­ing­in frá 1997-2017

Kerf­is­breyt­ing varð á al­manna­trygg­ing­um hvað varðar elli­líf­eyri á ár­un­um 1997-2017. Fallið var end­an­lega frá því að greiða öll­um jafnt eða frá hinu alþjóðlega kerfi op­in­bers elli­líf­eyr­is og kerfið gert að hrein­ræktaðri fé­lags­legri aðstoð – með skerðing­ar­á­kvæðum fyr­ir aðra en þá verst settu.

Þessi breyt­ing ork­ar mjög tví­mæl­is því hún á sér fáar eða eng­ar hliðstæður í ná­granna­ríkj­un­um. Þá er ein­kenni­legt að setja hana í lög um al­manna­trygg­ing­ar, hún hefði átt bet­ur heima í lög­um um fé­lags­lega aðstoð – og jafn­vel átt að verða verk­efni sveit­ar­fé­laga, eins og al­menna regl­an er um aðstoð.

Með þess­ari kerf­is­breyt­ingu á elli­líf­eyr­ir að auka tekju­jöfnuð, sem var áður hlut­verk skatt­kerf­is­ins. En skerðinga­kerfi er miklu öfl­ugra jöfn­un­ar­tæki en hátt skattþrep og það jafn­ar tekj­urn­ar harka­lega niður á við.

Þar sem kerfið snýst nú um fé­lags­lega aðstoð batnaði staða tekju­lausra eða mjög tekju­lít­illa elli­líf­eyr­isþega á þess­um 20 árum og varð hún best 1. janú­ar 2017 eft­ir að nýju lög­in um al­manna­trygg­ing­ar gengu í gildi – og var það vissu­lega ánægju­legt. Þó þarf enn að gera bet­ur við þá hópa og að minnsta kosti að skila þeim sín­um hlut í aukn­um þjóðar­tekj­um síðustu tveggja ára. En staða þeirra sem eiga ein­hver líf­eyr­is­rétt­indi sem orð er á ger­andi hef­ur veikst mikið frá 1997.

Aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar

Síðan nú­ver­andi rík­is­stjórn tók við hef­ur einnig hallað und­an fæti hvað varðar fé­lags­legu aðstoðina, eins og fram kem­ur á mynd 1. Elli­líf­eyr­ir hef­ur ekki haldið í við launa­vísi­tölu og sam­kvæmt fjár­laga­frum­varp­inu á hann ekki að gera það á kom­andi ári og því síður á hann að miðast við hækk­an­ir lág­marks­launa á vinnu­markaði sam­kvæmt lífs­kjara­samn­ing­un­um. Það hefði hann þó átt að gera frá 1. apríl 2019.

Mis­mun­ur­inn er að verða mik­ill; frá 1. apríl 2020 vant­ar sam­kvæmt fjár­laga­frum­varp­inu yfir 30 þús. kr./​mán. upp á að há­marks elli­líf­eyr­ir hafi haldið í við lægstu laun. Það ger­ir yfir 360 þús. kr. ári – þannig að dregið hef­ur í sund­ur með lægstu laun­um og elli­líf­eyri um meira en eins mánaðar elli­líf­eyri á ári. Hér er miðað við elli­líf­eyri að viðbættri heim­il­is­upp­bót.

En aðeins 28% aldraðra nýt­ur heim­il­is­upp­bót­ar; 72% aldraðra verða með 256.789 kr./​mán á ár­inu 2020 skv. fjár­laga­frum­varp­inu – og mun­ar 95.011 kr./​mán. á þeirri upp­hæð og lægstu laun­um eða milli 1.100 og 1.200 þús. kr. á ári.

Þannig er rík­is­stjórn­in að víkja frá þeim viðmiðunum sem sett­ar voru fram með kerf­is­breyt­ing­unni 1997-2017 hvað varðar upp­hæðir elli­líf­eyr­is, en held­ur flest­um öðrum for­send­um kerf­is­ins óbreytt­um, og er þá ekki síst átt við skerðing­arn­ar. Þó verður að nefna að frí­tekju­mark vegna at­vinnu­tekna var hækkað, en sú aðgerð hef­ur vænt­an­lega borgað sig fyr­ir ríkið.

Loka­orð

Með þess­ari grein er vak­in at­hygli á þess­ari óheillaþróun. Sér­stak­lega er rétt að árétta að á valda­tíma rík­is­stjórn­ar­inn­ar hef­ur ríkt eitt mesta góðæri í sögu þjóðar­inn­ar. Á sama tíma hef­ur dregið veru­lega í sund­ur með vinnu­tekj­um og elli­líf­eyri þannig að aldraðir hafa ekki notið sömu hlut­deild­ar í þjóðarauðnum og aðrir.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: