Gunnar Smári skrifar:
Ráðherrar VG hafa verið fullkomlega glaðir með þessa stefnu, hvergi ýjað að nokkrum efasemdum.
Þótt núverandi ríkisstjórn hafi verið samstíga í flestum málum í bráðum fjögur ára virðist Ólafur Þ. Harðarson stjórnarmálaprófessor en kaupa það að VG og Sjálfstæðisflokkurinn séu andstæðingar í pólitík. Hann bandaði öllu tali stjórnarandstöðunnar burt með hendinni og sagði það eitt skipta máli á móður jörð hvort VG og Sjálfstæðisflokkur næðu saman um áframhaldandi sóttvarnir eftir tvær vikur. Þetta er ótrúlega þröng sýn og ruglandi á átökin í samfélaginu. Allt kjörtímabilið hafa átökin verið milli ríkisstjórnar auðvalds og valda gegn þeim hluta þjóðarinnar sem hefur hvorki völd né auð. Sóttvarnastefnan eru aðeins ein birtingarmynd þess.
Þótt sóttvarnir séu á könnu ráðherra VG þá hefur stefna ríkisstjórnarinnar verið að gæta hagsmuna þeirra sem eiga hlutafé í ferðaþjónustufyrirtækjum og fórna til þess bæði frelsi og heilsu almennings. Ráðherrar VG hafa verið fullkomlega glaðir með þessa stefnu, hvergi ýjað að nokkrum efasemdum. Ef ósætti kemur upp á milli VG og Sjálfstæðisflokksins á næstu vikum þá verður það byggt á mati kosningastjóra flokkanna á tækifærum þeirra í kosningabaráttunni.