Tveir forréttir, tveir aðalréttir, hálf flaska af hítvíni, tvö glös af sódavatni, ein kók og einn kaffibolli kostuðu 50 evrur hér á Spáni, eða rétt um þrjú þúsund á mann. Meðan ég man, þá er þjórfé með í 50 evrunum.
Las rétt áðan skrif á Facebook að súpa á veitingastað á Íslandi kostar 2.300 krónur. Og eins að kaffilbolli kostar á ýmsum stöðum 800 krónur.
Neytendur verða að standa í fæturna og neita þessu fjandans okri.
Aular auglýsa nú verðlækkanir og segja það alls ekki tengjast Costco. Þeim trúir ekki nokkur maður. Árni Gunnarsson, fyrrverandi fréttanmaður og þingmaður, segir frá því að ljósapera sem hann varð að kaupa í bílinn sinn kostaði sextán þúsund. Hann keypti tvær á netinu og hingað komnar kostuðu tvær perur níu þúsund, eða 4.500 krónur stykkið. Nærri fjórfalt ódýrari.
Einn lítri af kranavatni er seldur í plastflöskum á 700 krónur. Annað er eftir þessu. Endalaust er að hægt að hugsa og sjá fyrir sér hvað allt væri betra ef við værum ekki neydd til að eiga viðskipti við okrara.
Vægast sagt er þetta óþolandi.
Sigurjón M. Egilsson.